Félag Markþjálfa á Íslandi

Skráning markþjálfa í félagið

Markþjálfun veitir þér stuðning á þinni leið!

Innganga í félagið

Til að fullnægja kröfum um skráningu í ICF Iceland, Félag markþjálfa þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu námi í markþjálfun. Nám markþjálfa skal vera vottað samkvæmt alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum. Allir þeir sem uppfylla fyrrgreindar kröfur geta sótt um inngöngu í félagið. Siðanefnd félagsins sér um að fara yfir umsóknir um félagsaðild.

Að finna markþjálfa

Á skrá Félags markþjálfa á Íslandi er hópur einstaklinga sem allir hafa lokið viðurkenndu námí í faginu og fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru um skráningu í félagið. Hér má finna upplýsingar um markþjálfa félagsins. Smellið á nafn til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi markþjálfa.

Hvað gerir markþjálfun fyrir þig?

Markþjálfun getur hjálpað þér til að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskiptin hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum og aukinni lífshamingju. Marksækjandinn þarf að hafa opinn huga og vera tilbúinn að horfast í augu við sínar áskoranir. Markþjálfinn tekur þig inn á þessar brautir með þeim aðferðum sem finna má í verkfærakistu markþjálfans.