Félag Markþjálfa á Íslandi

Skráning markþjálfa í félagið

Markþjálfun veitir þér stuðning á þinni leið!

Skráning í félagið

Til að fullnægja kröfum um skráningu í ICF Iceland, Félag markþjálfa þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu námi. Nám markþjálfa skal vera vottað samkvæmt alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum. Allir þeir sem uppfylla fyrrgreindar kröfur geta sótt um inngöngu í félagið. Stjórn félagsins fer yfir umsóknir um aðild.

Að finna markþjálfa

Á skrá Félags markþjálfa á Íslandi er hópur einstaklinga sem allir hafa lokið viðurkenndu námí í faginu og fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru. Hér má finna upplýsingar um markþjálfa. Smellið á nafn til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi markþjálfa.

Hvað gerir markþjálfun fyrir þig?

Markþjálfun getur hjálpað þér til að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskiptin hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum og aukinni lífshamingju. Marksækjandinn þarf að hafa opinn huga og vera tilbúinn að horfast í augu við eigin áskoranir. Markþjálfinn tekur þig inn á þessar brautir með þeim aðferðum sem finna má í verkfærakistu markþjálfans.