Hvað gerir markþjálfun fyrir þig?

  • Markþjálfun er samstarf um krefjandi og skapandi ferli sem vinnur með styrkleika til að hámarka árangur.
  • Markþjálfun byggir á gagnkvæmu trausti og trúnaðarsambandi markþjálfa og viðskiptavinar.
  • Markþjálfun aðstoðar einstaklinga við að skilgreina hvað virkilega skiptir þá máli og hvers vegna, finna kjarnann.
  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði einstaklinga og hvetja þá til athafna, rúlla hlutum af stað og finna farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd.
  • Markþjálfun nýtist vel á vinnustöðum við að efla enn frekar hæfni starfsmanna og stjórnenda eða stuðla að lausnum á afmörkuðum vandamálum varðandi frammistöðu.