Lög ICF Iceland, félags markþjálfa

1.gr.
Félagið heitir ICF Iceland.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. gr.
Tilgangur ICF Iceland er að efla og styrkja fræðslu tengda markþjálfun. Stuðla að metnaði og fagmennsku innan greinarinnar auk þess að efla tengslanet markþjálfa bæði innanlands og erlendis.

4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:

 • Fræða: Standa fyrir reglulegri fræðslu og menntun á fagsviði markþjálfunar
  ásamt því að vera með kynningar á námsmöguleikum, vottunum, og
  siðareglum markþjálfa.
 • Miðla: Vera talsmenn faglegrar markþjálfunar á opinberum vettvangi. Standa
  fyrir opinberum atburðum sem kynna gagnsemi markþjálfunar bæði í
  atvinnulífi og menntasamfélaginu. Vera sýninleg í félagsmiðlum og í
  fjölmiðlum.
 • Tengja: Að vera tengiliður markþjálfa við ICF Global ásamt því að stuðla að
  öflugri tengingu markþálfa innan fagsins og við aðrar atvinnugreinar, hvort
  heldur innanlands eða erlendis.

5. gr.
Félagsaðild er tvenns konar: A félagsaðild annars vegar og B félagsaðild hins vegar.

A félagsmenn eru þeir sem kjósa að tengjast alþjóðasamtökunum ICF Global og njóta
jafnframt aðildar að ICF Iceland og allri þeirri starfsemi sem þar fram.

B félagsmenn eru þeir sem kjósa að taka þátt í starfsemi ICF Iceland án þess að hafa aðgang að starfsemi ICF Global.

Félagsaðild hafa þeir félagar sem hafa greitt félagsgjald og eru skuldlausir við félagið á
aðalfundardegi.

6. gr.
Starfstímabil félagsins er frá 1. apríl – 31. mars. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur
liðins árs. Aðeins félagsmenn í ICF Iceland mega vera þátttakendur á aðalfundi.

7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en í maí mánuði ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna sem uppfylla skilyrði 6. gr ræður úrslitum mála.

Með aðalfundarboði skulu fylgja fyrirhugaðar lagabreytingar, ef einhverjar eru.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar lögð fram
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalds
 • Kosning stjórnar
 • Önnur mál

8.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, formanni og varafomanni og fimm
meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

10. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til starfsemi sem stuðlar að því ná tilgangi félagsins skv. 4.gr. Félagið skal vera óháð félagasamtök.

11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til skipt í tvo jafna hluta. Til ICF Global.

12. gr.
Þar sem ICF Iceland er undirfélag undir ICF Global fylgir félagið þeim reglum sem ICF Global hefur sett á alþjóðavísu. Með samþykktum þessum fylgir skjal sem uppfyllir hinar alþjóðlegu kröfur ICF um lög undirfélaga ICF Global.

Samþykktir samþykktar á aðalfundi 8.febrúar 2017.
Samþykktum breytt á aðalfundi 28. febrúar 2018.


Lög International Coach Federation

ARTICLES OF ASSOCIATION ICF ICELAND United association 2018