Um félagið

Félag markþjálfa á Íslandi - The Icelandic Coaches Association var stofnað þann 12. desember 2006 með þátttöku á fjórða tug áhugamanna um fagið. Félag markþjálfa á Íslandi er félag þeirra sem starfa að þjálfun á Íslandi eins og hún er skilgreind í 3. gr. laga félagsins. Markmið félagsins er að kynna og standa vörð um starfsemi markþjálfunar á Íslandi, fræðilegan grunn greinarinnar og siðareglur.

Sjá: Siðareglur Félags markþjálfa á Íslandi