Félagið hjálpar markþjálfum að starfa saman út frá sínum áhuga!

Í nýju félagi fylgja margar nýjar áskoranir. Markþjálfar kunna að sýna þolinmæði og hjálpa hver öðrum fram á veginn alveg eins og þeir styðja sína viðskiptavini.

Nýtt félag leitast eftir því að félagsmenn verði virkir og leggja hönd á plóg og bjóði sig fram í hópa. Allskonar teymi þurfa vera til staðar en við byrjum á að auglýsa eftir fólki í "Markþjálfadagsteymi".

Þegar maður bíður sig fram í eitthvað þá er það sjálfboðavinna en muna þarf að ef maður hefur ekki tíma þá er betra að halda sig frá því en að vinna verkið með hálfri hendi.

Vinasamlega sendið okkur tölvupóst á icf@icficeland.is og látið okkur vita hvort þið viljið leggja nýju félagi krafta.

f.h félagsins
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir
Formaður